Fréttir

TIL HAMINGJU

Þátturinn "Með okkar augum" er tilnefndur til Edduverðlauna sem besti menningarþátturinn. Þetta er í þriðja skipti sem þátturinn hlýtur tilnefningu til verðlaunanna.
Lesa meira

Til hamingju Sigrún Huld.

Sigrún Huld Hrafnsdóttir var um áramótin sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íþrótta fatlaðra.
Lesa meira

Ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk í Reykjavík - hver er að misskilja hvað ?

Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður Velferðasviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hafi misskilið breytingarnar.
Lesa meira

Gleðileg jól

Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá hádegi Þorláksmessu - opnum aftur 2. janúar. Óskum öllum vinum og velunnurum gleðilegra jóla - þökkum stuðning á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Múrbrjótar Landsamtakanna Þroskahjálpar 2014

Í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks veittu Landssamtökin Þroskahjálp Múrbrjóta til aðila sem þykja hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun varðandi þátttöku fatlaðs fólks og þannig sýnt samfélagslega ábrygð. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra afhenti Múrbrjótinn við hátíðlega athöfn. Múrbrjótinn í 2014 hljóta, fyrir fræðsluerindið „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand?“ mæðgurnar Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, Stígamót fyrir það frumkvæði að ráða sérfræðing í málefnum fatlaðs fólks til starfa og Birna Guðrún Baldursdóttir fyrir að starfrækja klúbb fyrir ungmenni á einhverfurófi á Akureyri. Landssamtökin Þroskahjálp hafa haldið upp á alþjóðlegan dag fatlaðs fólks frá árinu 1993 með áherslu á að auka reisn, réttindi og velferð fólks með fötlun. Markmiðið er einnig að auka vitund fólks um þau samfélagslegu verðmæti sem felast í samskipan, þar sem fatlað fólk eru þátttakendur á öllum sviðum, hvort heldur sem er í stjórnmála-, félags-, efnahags- eða menningarlífi.
Lesa meira

Málstofa um kynferðislegt ofbeldi gegn fötluðu fólki

Minningarsjóður Jóhanns Guðmundssonar læknis, sem er sjóður í vörslu Landssamtakanna Þroskhjálpar , Innanríkisráðuneytið og Réttindavakt velferðarráðuneytisins héldu sameiginlega málstofu um ofangreint efni 24. nóvember 2014.
Lesa meira

Fötluð börn og ungmenni í samfélagi nútímans (skráning)

Félag um fötlunarrannsóknir og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands bjóða til ráðstefnu Ráðstefnan er ætluð öllu áhugafólki um efnið.
Lesa meira

"MAÐUR ER MANNS GAMAN"

Nú er hægt að nálgast öll erindin sem voru haldin á ráðstefnunni "Maður er manns gaman" félagsleg þátttaka fatlaðs fólks, sem haldin var í tengslum við fulltrúafund samtakanna í Varmahlíð 18. október sl.
Lesa meira

ÁLYKTANIR FULLTRÚAFUNDAR

Á fulltrúafundi samtakanna sem haldinn var í Varmahlíð 17. - 19. október sl. voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:
Lesa meira

Fulltrúafundur

Fulltrúafundur Þroskahjálpar verður haldinn í Varmahlíð núna um helgna 17. - 19. október. Í tengslum við fundinn verður haldin ráðstefna um félagslega þátttöku fatlaðra "Maður er manns gaman" - ráðstefnan er opin öllum - ekkert þátttökugjald - allir velkomnir
Lesa meira