02.02.2017
Hinir sívinsælu þættir "Með okkar augum" þar sem dagskrárgerðarfólk með þroskahömlun varpar ljósi á hina ýmsu þætti samfélagsins á skemmtilegan og einstakan hátt, eru tilnefndir til Edduverðlaunanna fimmta árið í röð í flokki menningarþátta. Og ekki bara það heldur er Andri Freyr tilnefndur sem sjónvarpsmaður ársins.
Lesa meira
01.02.2017
Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar heimsóttu í morgun aðalskrifstofu Rauða krossins á Íslandi. Megintilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um það mikilvæga starf sem Rauði krossinn á Íslandi sinnir í samstarfi við íslensk stjórnvöld við að tryggja hælisleitendum og flóttafólki á Íslandi þann stuðning og aðstoð sem það þarf svo nauðsynlega á að halda og á rétt til.
Lesa meira
30.01.2017
Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent eftirfarandi bréf til allra alþingismanna sem sæti eiga í velferðarnefnd þingsins.
Lesa meira
11.01.2017
Landssamtökin Þroskahjálp óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og vonast eftir góðu samstarfi við hana við að tryggja fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til sjálfstæðs og eðlilegs líf til jafns við aðra. Þar er mikið verk að vinna.
Lesa meira
29.12.2016
Í bráðabirgðaákvæði IV í lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, hefur verið mælt fyrir um að félags- og húnsæðismálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði „eitt meginform þjónustu við fatlað fólk.“ Alþingi samþykkti þetta ákvæði og setti í lögin fyrir 6 árum síðan, þ.e. árið 2010
Lesa meira