04.04.2017
Búið er að draga í almanakshappdrætti samtakanna 2017. Vinningar eru allt myndir eftir íslenska listamenn.
Lesa meira
24.03.2017
Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent dómsmálaráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherra og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld að gera svo skjótt sem verða má nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að fólk með þroskahömlun sem var vistað á öðrum stofnunum en Kópavogshæli fái notið sanngirnisbóta með sambærilegum hætti.
Lesa meira
24.03.2017
Þriðja fræðslukvöldaröð Þroskahjálpar og Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar verður haldið þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13.
Í þetta sinn verður starfsemi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra kynnt, það gera þau Gerður Gústavsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Margrét Vala Marteinsdóttir og Vilmundur Gíslason.
Lesa meira
21.03.2017
Viljum við búa til og búa í samfélögum þar sem erfðavísindin verða nýtt til að finna þá sem eru „öðru vísi“ til að mögulegt verði að ákveða hvort þeir eiga að fæðast?
Lesa meira
20.03.2017
Grein sem birtist á Visir.is
Við getum öll verið sammála um að jafnrétti kynjanna er mjög mikilvægt mannréttindamál. Við getum líka verið stolt af því að miðað við viðurkennda alþjóðlega mælikvarða stendur Ísland í fremstu röð varðandi kynjajafnrétti. Íslenskum ráðherrum finnst eðlilega mjög gaman að tala um það við kollega sína og blaðamenn í útlöndum.
Lesa meira
16.03.2017
Annað fræðslukvöld Þroskahjálpar og Sjónarhóls ráðgjafarmiðstöðvar verður haldið þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13. Á þessu kvöldi ætlum við að fræðast um starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar.
Lesa meira
08.03.2017
Fyrsta fræðslukvöldið af fimm sem Þroskahjálp og Sjónarhóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir verður haldið þriðjudaginn 14. mars nk. að Háaleitisbraut 13, frá kl. 20:00 – 22:00.
Lesa meira
08.03.2017
Nú er hægt að sjá myndina Halli sigurvegari á heimasíðu samtakanna.
Landssamtökin þroskahjálp létu gera heimildarmyndina Halli sigurvegari. Lífssaga fatlaðs manns. Þar segir frá lífshlaupi mjög áhugaverðs manns, Haraldar Ólafssonar (Halla), sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Myndin lýsir á áhrifamikinn hátt fordómum og órétti, hugrekki, þrautseigju og vináttu. Haraldur hefur m.a. vakið athygli fyrir viðtöl sem hafa birst í fjölmiðlum þar sem hann lýsir lífi sínu og annarra barna á Kópavogshæli.
Lesa meira
04.03.2017
Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónahóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir fimm kvölda fræðslu fyrir foreldra fatlaðra barna á aldursbilinu 0 - 10 ára. Farið verður yfir þá þjónustu og ráðgjöf sem í boði er sem og réttindi foreldra og barna þeirra
Lesa meira
03.03.2017
Landssamtökin Þroskahjálp afhentu fyrr í dag Harald Ólafssyni gjöf að fjárhæð kr. 500 þúsund sem viðurkenningar- og þakklætisvott fyrir ómetanlegt framlag hans til heimildarmyndarinnar Halli sigurvegari og við að vekja athygli á stöðu fatlaðs fólks, réttindum þess, hæfileikum og tækifærum í fortíð, nútíð og framtíð.
Lesa meira