Fréttir

Til umhugsunar - Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.

Það var gleðileg stund þegar Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktun um fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks rúmum níu árum eftir að Ísland undirritaði samninginn. Stundum hefur mér þótt að fólk álíti að við fullgildingu sé sigurinn unninn. Skoðum það nánar.
Lesa meira

Bráðabirgðareiknivél lífeyrisgreiðslna í kjölfar breytinga á almannatryggingalögum

Alþingi hefur samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð og málefni aldraðra sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Sett hefur verið upp bráðabirgðareiknivél á tr.is. Þann fyrirvara verður þó að setja að útreikningur skatta í reiknivélinni miðast við reglur ársins 2016.
Lesa meira

Til umhugsunar: Eru tabú og eignarréttur umræðunnar til góðs fyrir réttindabaráttu fatlaðs fólks?

Í áranna rás hefur fatlað fólk í auknum mæli látið heyra í sér í baráttu fyrir eigin réttindum Enginn vafi er á því að þessi þróun mun halda áfram og skila ríkum árangri.
Lesa meira

Ályktanir fulltrúafundar 2016

Lesa meira

Hvað segja framboðin?

Átak félag fólks með þroskahömlun og Landssamtökin Þroskahjálp sendu 6 spurningar til framboða næstu alþingiskosninga. Spurt var um hvaða afstöðu framboðin hafa til nokkurra mála sem skipta miklu máli fyrir fólk með þroskahömlun og annað fólk. Það skal tekið fram að þegar spurningarnar voru sendar, var það til þeirra framboða sem þá voru búin að tilkynna þátttöku til kosninga. Nokkur framboð hafa síðan bæst vð. Björt framtíð, Dögun, Framsókn, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn fengu spurningarnar sendar.
Lesa meira

Til umhugsunar, Með réttlætið að leiðarljósi

Nýlega sat ég fræðslufundi í ráðhúsi Reykjavíkur Fyrirlesar þar voru tveir Bandaríkjamenn sem vinna hvor með sínum hætti að búsetumálum fólks með þroskahömlun þar í landi. Þetta voru reyndir menn sem höfðu gengið í skóla Wolfensberger og tileinkað sér kenningar hans um miklivægi félagslegs gildisaukandi hlutverks fólks með þroskahömlun.
Lesa meira

Fulltrúafundur Landsamtakanna Þroskahjálpar Park Inn hótel Reykjanesbæ laugardaginn 8. október

Á fulltrúafundi samtakanna sem haldinn verður í Reykjanesbæ verður boðið uppá fræðslu- og umræðufund um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og áhrif hans á stjórn- og þjónustukerfið með sérstaka áherslu á þjónustu sveitarfélaga. Fundurinn hefst kl. 13:00 á Park Inn hótel og eru allir áhugasamir velkkomnir.
Lesa meira

Til umhugsunar - Hlutverk hagsmunasamtaka

Umfjöllun um málefni fatlaðs fólks sem sett er fram af undirrituðum og á hans ábyrgð. Hagsmunasamtök eru af margvíslegum toga. Stundum eru þau þó öll sett undir einn hatt og jafnvel stillt upp sem eins konar ógn við lýðræði, almannahagsmuni og einstaklingsfrelsi.
Lesa meira

Almanakið 2017

Listaverkaalmanak samtakanna fyrir árið 2017 er komið út. Almanakið er gullfallegt að venju og í þetta sinn prýðir það myndir eftir listakonuna Sigrúnu Eldjárn. Almanakið kostar 2.500 kr. og er hægt að panta það hér á síðunni og fá það sent heim. Þá munu sölumenn okkar ganga í hús og bjóða það til sölu. Við vonum að sölumönnum okkar verði vel tekið.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um reglur um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaða barna í Reykjavík.

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um reglur um beingreiðslusamninga við fatlað fólk og forsjáraðila fatlaða barna í Reykjavík. Landssamtökin Þroskahjálp þakka fyrir að fá ofangreindar reglur sendar til umsagnar, sbr. bréf velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 5. september 2016, og vilja koma eftirfarandi athugasemdum varðandi reglurnar á framfæri.
Lesa meira