07.03.2019
Ný íslensk heimildarmynd um Harald Ólafsson (Halla), hreyfihamlaðan mann sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. Heimildarmynd um áhugaverðan mann og merkilegt lífshlaup hans, fordóma og órétt, kjark og vináttu og veröld sem var.
Lesa meira
22.02.2017
Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar funduðu í morgun með Sigríði Á Andersen, dómsmálaráðherra. Á fundinum var farið yfir ýmsar ráðstafanir og aðgerðir sem Landssamtökin Þroskahjálp telja nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld grípi til ef þau ætla að standa við skuldbindingar sínar um að tryggja fötluðu fólki án mismununar þau mannréttindi sem mælt er fyrir um í ýmsum fjölþjóðlegum samningum sem Ísland hefur undirgengist. Þessar skuldbindingar eru sérstaklega áréttaðar í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslenska ríkið fullgilti sl. haust og skuldbatt sig þar með til að virða og framfylgja.
Lesa meira
13.02.2017
Í tilefni af skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli 1952 – 1993 sem kom út 7. febrúar 2016, bjóða Átak félags fólks með þroskahömlun, Landssamtökin Þroskahjálp og Þroskaþjálfafélag Íslands til kynningarfundar
Lesa meira
13.02.2017
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, bauð fulltrúum Landssamtakanna Þroskahjálpar á sinn fund í dag til að ræða skýrslu vistheimilanefndar um Kópavogshælið og ýmislegt varðandi stöðu og réttindi fatlaðs fólks. Á fundinum lögðu fulltrúar Þroskahjálpar áherslu á að íslensk stjórnvöld geri sem fyrst nauðsynlegar breytingar á lögum, stjórnsýslu og framkvæmd þjónustu til að tryggt verði að fatlað fólk fái notið mannréttinda og tækifæra til að lifa sjálfstæðu og eðlilegu lífi til jafns við annað fólk.
Lesa meira
08.02.2017
Hvað geta íslensk stjórnvöld af þessu lært?
Snemma árs 2008 sendu Landssamtökin Þroskahjálp forsætisráðherra bréf og óskuðu eftir að forsætisráðuneytið hlutaðist til um að fram færi opinber rannsókn á aðbúnaði fatlaðra barna á þar til gerðum stofnunum. Í bréfinu segir m.a.: „Óskað er eftir því að einkum verði skoðað hvort þau urðu fyrir hvers kyns ofbeldi á meðan á stofnanavistinni stóð og hvað það var í starfsemi stofnananna sem einkum stuðlaði að slæmu atlæti og ofbeldi.“ Samtökin ítrekuðu þessa beiðni sína, m.a. með bréfi sem þau sendu í september 2009.
Lesa meira
02.02.2017
Hinir sívinsælu þættir "Með okkar augum" þar sem dagskrárgerðarfólk með þroskahömlun varpar ljósi á hina ýmsu þætti samfélagsins á skemmtilegan og einstakan hátt, eru tilnefndir til Edduverðlaunanna fimmta árið í röð í flokki menningarþátta. Og ekki bara það heldur er Andri Freyr tilnefndur sem sjónvarpsmaður ársins.
Lesa meira
01.02.2017
Formaður og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar heimsóttu í morgun aðalskrifstofu Rauða krossins á Íslandi. Megintilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um það mikilvæga starf sem Rauði krossinn á Íslandi sinnir í samstarfi við íslensk stjórnvöld við að tryggja hælisleitendum og flóttafólki á Íslandi þann stuðning og aðstoð sem það þarf svo nauðsynlega á að halda og á rétt til.
Lesa meira
30.01.2017
Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent eftirfarandi bréf til allra alþingismanna sem sæti eiga í velferðarnefnd þingsins.
Lesa meira