20.06.2016
Átak félag fólks með þroskahömlun boðar til fundar með frambjóðendum til forseta, á Grand hótel Reykjavík, Hvammi, þriðjudaginn 21. júní kl. 15:20 - 17:40.
Lesa meira
13.06.2016
Að undanförnu hefur verið allmikil umræða í samfélaginu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þá staðreynd að Ísland hefur ekki enn fullgilt samninginn þó að níu ár séu nú liðin frá því að hann var undirritaður og að 164 ríki hafi nú fullgilt samninginn, þ.m.t. öll Norðurlandaríkin önnur en Ísland.
Lesa meira
06.06.2016
Landssamtökin Þroskahjálp auglýsa eftir starfsmanni til að annast viðhald fasteigna
samtakanna og hafa umsjón með ýmsu sem varðar rekstur þeirra.
Lesa meira
19.05.2016
Fyrr í þessum mánuði fullgilti Finnland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og viðauka við hann um kæruheimildir einstaklinga og hópa til eftirlitsnefndar með samningnum. Alls hafa 164 ríki nú fullgilt samninginn og er það mikill meirihluti ríkja heimsins. Ísland er nú eina Norðurlandaríkið sem hefur ekki enn fullgilt þennan mikilvæga mannréttindasamning sem hefur þann tilgang og meginmarkmið að tryggja fötluðu fólki full mannréttindi á við aðra, vernd fyrir mismunun, útilokun og einangrun og tækifæri til að að taka þátt í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi.
Lesa meira
18.05.2016
Annar fundurinn í fundarröð um þær breytingar sem verða þegar ungt fólk með þroskahömlun nær 18 ára aldri verður haldinn fimmtudaginn 19. maí að Háaleitisbraut 13, 4. hæð kl. 20:00 - 22:00
Lesa meira
11.05.2016
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert samninga við verkstæði á Egilsstöðum og á Ísafirði um viðgerðarþjónustu hjálpartækja fyrir notendur sem hafa fengið hjálpartæki frá hjálpartækjamiðstöð SÍ.
Fyrir eru sambærilegir samningar við verkstæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum.
Lesa meira