Fréttir

Áskorun Geðhjálpar og Þroskahjálpar til stjórnvalda.

Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp sendu meðfylgjandi bréf til stjórnvalda um að tryggja að fólk með þroskahömlun og geðrænar raskanir njóti réttinda og verndar í réttarkerfinu til jafns við aðra og í samræmi við mannréttindaskuldbindingar.
Lesa meira

Að ráða sér sjálfur

Hverja má nauðungarvista? Hverjir geta beðið um nauðungarvistun? Hvað með lögræðissviptingu? Hver eru réttindi hins svipta? Standast ný lögræðislög yfirhöfuð alþjóðlega mannréttindasáttmála?
Lesa meira

Vernd fatlaðs fólks í réttarkerfinu

Á landsþingi samtakanna í október sl. var ályktað sérstaklega um nauðsyn þess að stjórnvöld hugi að því hvernig tryggja megi að fatlað fólk njóti verndar í réttarkerfinu, til jafns við aðra og grípi til nauðsynlegra aðgerða í því skyni. Frásagnir sem komið hafa í fjölmiðlum að undanförnu sýna mjög vel nauðsyn þessa.
Lesa meira

Skýringar á ályktunum landsþings á auðlesnu máli

Við munum á næstunni setja inn reglulega útskýringar á auðlesnu máli á samþykktum landsþings. Ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015. Endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar leggur mikla áherslu á að við endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga verði tryggt að réttindi fatlaðs fólks njóti skýrrar og góðrar verndar. Landsþingið leggur áherslu á að þau réttindi og skyldur sem samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um, verði án frekari dráttar, innleidd í íslensk lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd með afdráttarlausum hætti. Landsþingið telur að réttindi fatlaðs fólks og vernd þess fyrir mismunun af ýmsu tagi verði best tryggð með sérlögum sem verði í fullu samræmi við samning Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Lesa meira

Upplýsinga- og umræðufundur um raunkostnað við framkvæmd samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands, Ás styrktarfélag og NPA-miðstöðin héldu í gær, 28. október, upplýsinga- og umræðufund um raunkostnað við framkvæmd NPA samninga. Fundarboð var sent hlutaðeigandi stjórnendum sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólki, alþingismönnum og hlutaðeigandi ráðuneytum og hagsmunasamtökum. Fundinn sóttu 30-40 manns úr stjórnkerfi, frá félagasamtökum og áhugafólk um málefnið.
Lesa meira

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, sbr. bráðabuirgðaákvæði V í lögum um málefni fatlaðs fólks Lögð fram á fundi i verkefnisstjórnar 27. október 2015.
Lesa meira

Formaður endurkjörinn

Á landsþingi samtakanna var Bryndís Snæbjörnsdóttir einróma endurkjörin formaður til næstu tveggja ára. Nokkrar breytingar urðu á stjórn og má sjá nýja stjórn hér
Lesa meira

Ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.

Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsþing sitt og aðalfund 16. og 17. okt. sl. Yfirskrift þings og fundar var Félagasamtök og mannréttindi. Í tengslum við þingið var haldin ráðstefna um hlutverk hagsmunasamtaka og stöðu Landssamtakanna þroskahjálpar þar sem fjallað var um þau mál frá ýmsum hliðum og flutt fróðleg erindi af hálfu fólks sem tengist samtökunum með beinum hætti sem og af fulltrúum félaga sem samtökin starfa með og stjórnvalda sem ábyrgð bera á þjónustu við fatlað fólk og samtökin veita stuðning og aðhald með ýmsum hætti.
Lesa meira

Breytingar á heimasíðu

Vekjum athygli breytingum á heimasíðu okkar. Nú eru komnir tveir nýir tenglar, annars vegar „Álit og umsagnir“ og hins vegar „Greinar, ávörp o.þ.h.“
Lesa meira

Umboð, vald og virðing

Lesa meira