Fréttir

Betur má ef duga skal

Leiðari í nýjasta tímariti Þroskahjálpar eftir formann og framkvæmdastjóra. Ríki og sveitarfélög hafa nú undirritað samkomulag sem felur í sér endanlega niðurstöðu um fjámögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Jafnframt hefur verkefnisstjórn um fjárhagslegt og faglegt mat á yfirfærslu málflokksins til sveitarfélaganna skilað skýrslu sinni.
Lesa meira

GLEÐILEG JÓL

Skrifstofa samtakanna lokar á hádegi á Þorláksmessu. Opnum aftur 4. janúar 2016. Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Vernd fatlaðs fólks í réttarkerfinu bréf sent Innanríkis- og velferðarráðherra

Bréf sent innanríkis-, velferðarráðherra og formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Lesa meira

Réttarkerfið, frelsisskerðingar og fólk með þroskahömlun

Að undanförnu hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um mál erlends manns sem er með þroskahömlun samkvæmt því sem þar hefur komið fram. Maðurinn sætir lögreglurannsókn og hefur setið í gæsluvarðhaldi. Þetta mál og fleiri mál sem hafa komið upp á undanförnum vikum og mánuðum hafa vakið ýmsar spurningar varðandi skyldur stjórnvalda til að tryggja að fólk með þroskahömlun og annað fatlað fólk fái réttláta og mannúðlega meðferð í réttarkerfinu og hafi aðgang að því til jafns við aðra.
Lesa meira

Stríð og friður, flóttafólk og boðskapur jólanna.

Á landsþingi Landssamtakanna þroskahjálpar í október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun varðandi flóttafólk: Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar hvetur stjórnvöld til að huga sérstaklega að alþjóðlegum skyldum til að taka tillit til þarfa fatlaðs fólks fyrir stuðning og vernd við mótun og framkvæmd stefnu í málefnum flóttafólks. Þá hvetur landsþingið stjórnvöld til að beita sér fyrir því í alþjóðlegu samstarfi varðandi vanda flóttafólks að sérstaklega verði hugað að þeirri miklu þörf fyrir vernd og stuðning sem fatlað fólk á stríðshrjáðum svæðum hefur.
Lesa meira

Vopnuð átök, vernd flóttamanna og fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp sendum neðangreint bréf velferðar- og innanríkisráðuneytum, Sambandi ísl. sveitarfélaga og Rauða krossinum á íslandi
Lesa meira

Virðum mannréttindi allra barna - áskorun send stjórnvöldum

Lesa meira

Bókun vegna lokasamkomulags ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma í þjónustu við fatlað fólk

Bókun 11. desember 2015 Ég undirrituð, fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar, í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks, lýsi vonbrigðum með að loksamkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk, sem undirritað var í dag, skuli ekki taka til þeirra fötluðu einstaklinga sem nú búa á Landspítala í Kópavogi. Brýnt er að hlutaðeigandi stjórnvöld finni svo skjótt sem verða má lausn á þjónustu- og búsetumálum þeirra í samræmi við þarfir þeirra og réttindi
Lesa meira

Efni: Frumvarp um heimild til framlengingar á einkaleyfi til reksturs talnagetrauna.

Heil og sæl Unnur Brá. Við beinum þessu erindi til þín sem formanns allsherjar og menntamálanefndar. Eins og þú veist er nefndin með til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um happdrætti og talnagetraunir (framlenging starfsleyfa) - Þingskjal 236 — 224. mál. Í 4. gr. frumvarpsins er lagt til að framlengd verði til ársins 2034 heimild ráðherra til að veita Íþróttasambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands leyfi til þess að starfrækja saman, í nafni félags sem samtök þessi stofna (Íslensk getspá) svonefndar talnagetraunir. Með sömu lögum er sú starfsemi bönnuð öðrum.
Lesa meira

Vistun barna á Kópavogshæli

Vistheimilanefnd óskar vinsamlegast eftir því að þeir sem vistaðir voru sem börn á Kópavogshæli, eða aðstandendur þeirra, og hafa áhuga á því að veita nefndinni viðtal og upplýsa hana um vistunina, hafi samband við nefndina fyrir 1. febrúar 2016 í síma 545 8461 eða á netfangið vistheimilanefnd@for.is
Lesa meira