Fréttir

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar (LÞ) um tillögu til þingsályktunar um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklings. (Þingskjal 31 – 31. mál).

Lesa meira

Efni: Breytingar á byggingarreglugerð

Umsögnin var send til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og afrit af henni var sent velferðarráðherra, innanríkisráðherra og velferðarnefnd til kynningar. Drög að byggingarreglugerð sem umsögnin varðar megi nálgast hér á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis: https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/tillogur-ad-breytingum-a-byggingarreglugerd-til-kynningar
Lesa meira

Halli sigurvegari lífssaga fatlaðs manns

Í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna létu þau gera heimildarmyndina "Halli sigurvegari", mynd sem lýsir einstökum manni og lífshlaupi hans. Myndin verður sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði nk. sunnudag kl. 20:00. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir - mynd sem lætur engan ósnortinn. Haraldur Ólafsson (Halli) er hreyfihamlaður maður sem var vistaður sem barn á Kópavogshæli og dvaldist þar fram á fullorðinsár. Kerfið dæmdi hann úr leik og ákvað að hann gæti ekkert lært. En Halli er hæfileikaríkur og býr yfir óbugandi þrautseigju og kjarki, lífsvilja og skemmtilegheitum. Hann eignaðist vini og kynntist velviljuðu fólki sem studdi hann. Halli fluttist af Kópavogshæli og stundaði nám, m.a. á rafiðnaðarbraut Iðnskólans í Reykjavík. Hann tók líka bílpróf og breytti það mikið lífi hans.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar (LÞ) um frumvörp til laga varðandi húsnæðismál (almennar íbúðir, húsnæðisbætur, húsaleigu, húsnæðissamvinnufélög)

Skyldur stjórnvalda.[1] Heimilið nýtur sérstakrar friðhelgi og verndar samkvæmt íslensku stjórnarskránni og mannréttindasamningum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Sá sem ekki á heimili fer á mis við þau mannréttindi. Íslenska stjórnarskráin bannar að fólki sé mismunað á grundvelli fötlunar sem og margir alþjóðlegir mannréttindasamningar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Jafnræði og jöfn tækifæri fatlaðs fólks er grunnþáttur og meginmarkmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir og ætla að fullgilda og undirbúa nú það með því tryggja að lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði samningsins.
Lesa meira

Nokkrir minnispunktar Landssamtakanna Þroskahjálpar um húsnæðismál

Nokkur atriði sem Landssamtökin Þroskahjálp leggja áherslu á að stjórnvöld líti sérstaklega til við setningu laga, reglna og við stjórnsýsluframkvæmd varðandi húsnæðismál.
Lesa meira

LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP 40 ÁRA (Auðskilinn texti)

Landssamtökin Þroskahjálp verða 40 ára á þessu ári. Aðalmarkmið Þroskahjálpar er: Að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna.
Lesa meira

LANDSSAMTÖKIN ÞROSKAHJÁLP FJÖRUTÍU ÁRA.

Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð árið 1976 og verða því fjörutíu ára á þessu ári. Með stofnun þeirra nýttist betur samtakamáttur ýmissa félaga sem öll hafa það markmið „að berjast fyrir réttindum og vinna að málefnum fólks með þroskahömlun sem og annarra fatlaðra, barna og fullorðinna og tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna“, eins og segir í lögum samtakanna.
Lesa meira

Ofbeldi gegn fötluðu fólki

Ríkið hefur þá skyldu gagnvart öllu fólki að gera það sem mögulegt er til að verja það fyrir ofbeldi. Það er frumskylda ríkisvaldsins. Ríkið má ekki mismuna fólki og hópum fólks. Riki sem ver suma hópa fólks verr gegn ofbeldi en aðra brýtur gegn mjög mikilvægum mannréttindum. Það er grafalvarlegt mál og ríkið verður að bregðast við samkvæmt því.
Lesa meira

Dómur í máli Salbjargar Óskar Atladóttur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli ungrar fatlaðrar konu, Salbjargar Óskar Atladóttur, gegn Reykjavíkurborg. Niðurstaða þessa dóms og sú túlkun laga og reglna sem þar er að finna hlýtur að valda miklum vonbrigðum og áhyggjum öllum þeim sem vilja búa í samfélagi án aðgreiningar þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og markvisst er að því stefnt að gefa öllum tækifæri til að lifa sem eðlilegustu lífi. Niðurstaða dómsins og rökstuðningurinn fyrir henni er sérstakt
Lesa meira

Betur má ef duga skal

Leiðari í nýjasta tímariti Þroskahjálpar eftir formann og framkvæmdastjóra. Ríki og sveitarfélög hafa nú undirritað samkomulag sem felur í sér endanlega niðurstöðu um fjámögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Jafnframt hefur verkefnisstjórn um fjárhagslegt og faglegt mat á yfirfærslu málflokksins til sveitarfélaganna skilað skýrslu sinni.
Lesa meira