09.09.2016
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Velferðarsvið Reykjavíkur stóðu að morgunfundi um búsetu fólks með þroskahömlun. Hægt er að nálgast efni frá fundinum hér.
Lesa meira
09.09.2016
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Velferðarsvið Reykjavíkur stóðu að morgunfundi um búsetu fólks með þroskahömlun. Hægt er að nálgast efni frá fundinum hér.
Lesa meira
06.09.2016
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Landssamtökin Þroskahjálp og Velferðarsvið Reykjavíkur bjóða til morgunfundar.
Boðið er til morgunfundar með tveimur bandarískum sérfræðingum um málefni fatlaðs fólks. Báðir hafa starfað í áratugi á þessum vettvangi, ekki síst í þróun búsetu og eftirliti með gæðum hennar. Þeir hafa m.a. unnið í anda dr. Wolf Wolfensbergers (1934-2011) fræðimanns og áhrifamikils frumkvöðuls í málefnum fatlaðs fólks.
Lesa meira
07.09.2016
Landssamtökin Þroskahjálp í samvinnu við réttindavakt velferðaráðuneytisins standa fyrir fræðslukvöldum um þær breytingar sem verða í lífi fatlaðs fólks við það að komast á fullorðinsár.
Fyrstu tvö kvöldin voru í maímánuði og var þar fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á réttarstöðu fólks við 18 ára aldur . Í september verða þrjú fræðslukvöld til viðbótar um nám að loknum framhaldsskóla, atvinnumál og að flytja að heiman.
Öll fræðslukvöldin verða að Háaleitisbraut 13. 4. hæð.
Lesa meira
02.09.2016
Skrifstofan á Háaleitisbrautinni verður lokuð í dag - verðum á Fundi fólksins við Norræna húsið í dag og á morgun. Hittumst þar
Lesa meira
23.08.2016
STOLTGANGAN 2016
Við göngum á ólíkan hátt - en öll í sömu átt
Í Stoltgöngunni göngum við saman hönd í hönd og berum höfuðið hátt.
Gangan verður laugardaginn 3. september og verður lagt af stað frá Austurvelli klukkan 11:30 (hálf tólf) og gengið að Norræna Húsinu.
Lesa meira
12.08.2016
Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins birtist 10. ágúst sl. frétt um að skýrsla um stöðu mannréttindamála á Íslandi hefði verið send til Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er hluti af reglubundinni allsherjarúttekt SÞ á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjunum og verður hún tekin fyrir hjá vinnuhópi SÞ í nóvember nk.
Lesa meira
08.08.2016
Fyrr í sumar samþykkti Alþingi frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til laga um almennar íbúðir. Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með auknu aðgengi að hentugu íbúðarhúsnæði til leigu og að tryggja að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Lögin fela í sér nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun almennra íbúða sem verða að hluta fjármagnaðar með stofnframlögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélögum.
Lesa meira