Fréttir

Undirskriftasöfnun: Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta

Landssamtökin Þroskahjálp hafa í samvinnu við sjö önnur félagasamtök, hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Með undirskrift tekur einstaklingur undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.
Lesa meira

Ósk um upplýsingar varðandi þjónustu við fatlað fólk. Bréf sent félags- og húsnæðismálaráðherra

Eins og ráðuneytinu er kunnugt er í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum, mælt fyrir um að ráðherra skuli hafa „eftirlit með framkvæmd laganna, þar á meðal að þjónusta, starfsemi og rekstur sveitarfélaga og annarra aðila samkvæmt lögum þessum sé í samræmi við markmið laganna, reglugerða og reglna settra samkvæmt þeim og að réttindi fatlaðs fólks séu virt.“
Lesa meira

Til umhugsunar - Sjálfræði með aðstoð

Sjálfræði fóllks með þroskahömlun er á ýmsan hátt vandasamt umræðu- og úrlausnarefni. Þar togast á annarsvegar réttur sérhverrar manneskju til að ráða lífi sínu og hinsvegar skylda samfélagsins til að sjá til þess að fólk sem ekki getur metið áhættu fari sér ekki að voða.
Lesa meira

Stjórnsýsla sveitarfélaga - Dómur fellur

Í síðustu viku var kveðinn upp dómur í héraðsdómi Suðurlands þar sem felld var úr gildi ákvörðun sveitarfélagsins Grímsnes og Grafningshrepps og velferðarþjónustu Árnesþings um að synja kröfu sjö fatlaðra íbúa á Sólheimum í Grímsnesi um ferðaþjónustu. Margt í máli þessu og dómnum er mikilvægt og áhugavert og varpar ljósi á aðstæður og réttindi fatlaðs fólks.
Lesa meira

Til umhugsunar, Biðlistar og notendavernd.

Svokölluð normalisering hefur verið ríkjandi hugmyndafræði í þjónustu við fólk með þroskahömlun hér á landi frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Sú hugmyndafræði, sem er kennd við Svíann Bengt Nirje, gengur m.a. út á að „ævirytmi“ fólks með þroskahömlun sé sá sami og annarra, þ.e.a.s að börn með þroskahömlun hafi sömu réttindi og önnur börn og búi hjá fjölskyldu sinni og að fullorðið fólk með þroskahömlun eigi kost á að stofna eigið heimili eins og annað fullorðið fólk.
Lesa meira

Afmælistónleikar Landssamtakanna Þroskahjálpar

Sérstakir afmælistónleikar Landssamtakanna Þroskahjálpar í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna verða haldnir sunnudaginn 6. nóvember í Iðnó, kl. 17:00 - 18:30.
Lesa meira

Lög, reglur og samningar, virðing og tillitsleysi

Lesa meira

Lög, reglur og samningar, virðing og tillitsleysi

Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður samtakanna og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri rituðu grein sem birtist í Kjarnanum sl. föstudag. Greinin fjallar um mikilvæg réttinda- og hagsmunamál fatlaðs fólks. Fyrr í þessum mán­uði álykt­uðu Lands­sam­tökin Þroska­hjálp um mörg mjög mik­il­væg rétt­inda- og hags­muna­mál fatl­aðs fólks. Því miður er það allt of margt í þeim mála­flokki sem stjórn­völd ríkis og sveit­ar­fé­laga gera ekki nægi­lega vel og sumt gera þau svo illa að það upp­fyllir engan veg­inn skyldur sem þau hafa sam­kvæmt lög­um, stjórn­ar­skrá, samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks og öðrum mann­rétt­inda­samn­ingum sem Ísland hefur skuld­bundið sig til að virða og fram­fylgja.
Lesa meira

Til umhugsunar, Elli- og örorkulífeyrir. - Eitt og það sama eða tvennt ólíkt?

Upphaf almanntrygginga á Íslandi í núverandi mynd má rekja til fjórða áratugar síðustu aldar. Í gegnum aldirnar höfðu Íslendingar þó haft kerfi sem skyldaði sveitarfélög til að framfæra fólk sem ekki var fært um það sjálft. Á öllum tímum hefur fjöldi þeirra sem þurfa slíka aðstoð frá samfélaginu verið til umræðu og skoðunar. Smám saman hefur almannatryggingakerfið þó öðlast þann sess að vera talið réttindi og hluti af samfélagsáttmálanum svonenfnda. Fólk vill almennt að þeir sem vegna aldurs, fötlunar eða sjúkdóma geta ekki tekið þátt í atvinnulífinu eigi þrátt fyrri það að geta lifað lífi sem sé okkur öllum samboðið. Samt sem áður er stöðugt deilt um það hversu mikill þessi stuðningur eigi vera í krónum og aurum talið. Aldrei verður sú umræða þó háværari en í aðdraganda kosninga þar sem þeir sem ekki hafa haldið um stjórnvölinn keppast við að bjóða gull og græna skóga en þeir sem ráðið hafa lofa bót og betrun.
Lesa meira

Til umhugsunar - Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið.

Það var gleðileg stund þegar Alþingi Íslendinga samþykkti þingsályktun um fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks rúmum níu árum eftir að Ísland undirritaði samninginn. Stundum hefur mér þótt að fólk álíti að við fullgildingu sé sigurinn unninn. Skoðum það nánar.
Lesa meira