Fréttir

Skorað á félagsmálaráðherra að tryggja umönnunargreiðslur til foreldra í COVID-19 faraldrinum

Fundur stjórnar og aðildarfélaga Landssamtakanna Þroskahjálpar, haldinn laugardaginn 7. nóvember 2020, skorar á félagsmálaráðherra að tryggja greiðslur til foreldra sem þurfa að vera frá vinnu vegna umönnunar og stuðnings við fötluð börn sín vegna skertrar þjónustu í tengslum við COVID-19 eða vegna verndarsóttkvíar. Mikilvægt er að sá réttur nái einnig til foreldra fullorðins fatlaðs fólks sem býr í foreldrahúsum og einnig annarra aðstandenda fatlaðs fólks sem taka þetta að sér.
Lesa meira

Vefráðstefna um vinnuumhverfi framtíðarinnar fyrir fatlað fólk

Nordic Welfare Center stendur fyrir vefráðstefnu um vinnuumhverfi framtíðarinnar og fatlað fólk þann 27. nóvember næstkomandi.
Lesa meira

Viðbótarumönnunargreiðsla vegna COVID-19 faraldursins

Framfærendur barna sem voru með gilt umönnunarmat á tímabilinu 16. mars til 4. maí geta nú sótt um viðbótargreiðslu vegna COVID -19. Um er að ræða eingreiðslu vegna aukinnar umönnunar barns sem skapast hefur vegna COVID-19 faraldurs. Upphæð eingreiðslunnar er 48.108 kr.
Lesa meira

Vegna umfjöllunar um Arnarholt

Vegna frétta um Arnarholt senda Landssamtökin Þroskahjálp þeim sem urðu fyrir vanrækslu og ofbeldi á Arnarholti og öðrum sambærilegum stofnunum og aðstandendum þeirra baráttukveðjur.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (réttur til umönnunar), 30. mál og tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps til að annast veikt eða slasað barn, 191. mál.

Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.

Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2010, um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum sem falla undir lög nr. 26/2007. Þingskjal 212 — 211. mál.

Lesa meira

Örorkulífeyrisþegar lítillækkaðir

Vegna ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra um fjölgun öryrkja vilja Landssamtökin Þroskahjálp koma því á framfæri að allt fólk á rétt á lifa með reisn og njóta verndar velferðarkerfisins. Almannatryggingakerfið er dýrmætt öryggisnet sem grípur fólk, á öllum aldri, þegar það getur vegna heilsu og/eða fötlunar ekki unnið og séð fyrir sér. Að tala slíkt niður er afar alvarlegt og grefur undan velferðarsamfélaginu sem við höfum byggt upp saman síðustu áratugi.
Lesa meira

Samfélagsleg ábyrgð íslenskra fyrirtækja og fatlað fólk

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjum þeirra árið 2015 undir yfirskriftinni: „Enginn skilinn eftir“. Síðan hafa fjölmargir aðilar frá öllum sviðum samfélagsins, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar, heitið því að vinna í anda markmiðanna, sýna samfélagslega ábyrgð og leggja þannig sitt að mörkum til sjálfbærni í heimi þar sem enginn er skilinn eftir.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um frumvarp til laga breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (skerðing á lífeyri vegna búsetu), Þingskjal 28 — 28. mál.

Lesa meira