11.11.2020
Vegna frétta um Arnarholt senda Landssamtökin Þroskahjálp þeim sem urðu fyrir vanrækslu og ofbeldi á Arnarholti og öðrum sambærilegum stofnunum og aðstandendum þeirra baráttukveðjur.
Lesa meira
30.10.2020
Vegna ummæla Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra um fjölgun öryrkja vilja Landssamtökin Þroskahjálp koma því á framfæri að allt fólk á rétt á lifa með reisn og njóta verndar velferðarkerfisins. Almannatryggingakerfið er dýrmætt öryggisnet sem grípur fólk, á öllum aldri, þegar það getur vegna heilsu og/eða fötlunar ekki unnið og séð fyrir sér. Að tala slíkt niður er afar alvarlegt og grefur undan velferðarsamfélaginu sem við höfum byggt upp saman síðustu áratugi.
Lesa meira
29.10.2020
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkjum þeirra árið 2015 undir yfirskriftinni: „Enginn skilinn eftir“. Síðan hafa fjölmargir aðilar frá öllum sviðum samfélagsins, opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar, heitið því að vinna í anda markmiðanna, sýna samfélagslega ábyrgð og leggja þannig sitt að mörkum til sjálfbærni í heimi þar sem enginn er skilinn eftir.
Lesa meira