Áskorun til stjórnvalda um að tryggja það að fötluðu fólki sé kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra.

Virðum mannréttindi allra barna - áskorun send stjórnvöldum

Lesa meira

Bókun vegna lokasamkomulags ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma í þjónustu við fatlað fólk

Bókun 11. desember 2015 Ég undirrituð, fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar, í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks, lýsi vonbrigðum með að loksamkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk, sem undirritað var í dag, skuli ekki taka til þeirra fötluðu einstaklinga sem nú búa á Landspítala í Kópavogi. Brýnt er að hlutaðeigandi stjórnvöld finni svo skjótt sem verða má lausn á þjónustu- og búsetumálum þeirra í samræmi við þarfir þeirra og réttindi
Lesa meira

Efni: Frumvarp um heimild til framlengingar á einkaleyfi til reksturs talnagetrauna.

Heil og sæl Unnur Brá. Við beinum þessu erindi til þín sem formanns allsherjar og menntamálanefndar. Eins og þú veist er nefndin með til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um happdrætti og talnagetraunir (framlenging starfsleyfa) - Þingskjal 236 — 224. mál. Í 4. gr. frumvarpsins er lagt til að framlengd verði til ársins 2034 heimild ráðherra til að veita Íþróttasambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands leyfi til þess að starfrækja saman, í nafni félags sem samtök þessi stofna (Íslensk getspá) svonefndar talnagetraunir. Með sömu lögum er sú starfsemi bönnuð öðrum.
Lesa meira

Umsögn um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til 4 ára

Til velferðarnefndar. 2. desember 2015 Efni: Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára (þingskjal 405 – 338.mál). Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd Alþingis fyrir að fá tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum varðandi ofangreinda þingsályktunartillögu á framfæri við nefndina. Samtökin fagna því að stjórnvöld skuli setja fram stefnu og aðgerðaáætlun í þessum afar mikilvæga málaflokki, þar sem mjög mörg og brýn viðfangsefni bíða úrlausnar, en samtökin vilja nota þetta tækifæri til að koma eftirfarandi athugasemdum og ábendingum sérstaklega á framfæri við velferðarnefnd.
Lesa meira

Reglur um hvernig stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga eiga að fara með mál, svara umsóknum um þjónustu o.þ.h.

Stjórnsýsla í málefnum fatlaðs fólks. Landsþingið telur vera mikið áhyggjuefni hversu mörg dæmi eru um að sveitarfélög fari ekki að réttum málsmeðferðarreglum sem mælt er fyrir um í lögum og reglum, s.s. í reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum, við meðferð og töku ákvarðana sem varða þjónustu við fatlaða einstaklinga. Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar krefst þess að sveitarfélög virði stjórnsýslureglur í málum er varða þjónustu við fatlað fólk og réttindi þess. Þessum reglum er ætlað að stuðla að því að stjórnvöld vandi meðferð mála og undirbúning og töku ákvarðana. Það er sérstaklega mikilvægt þegar um ríka hagsmuni fólks er að ræða, eins og mjög oft er raunin í málefnum fatlaðs fólks.
Lesa meira

Áskorun Geðhjálpar og Þroskahjálpar til stjórnvalda.

Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp sendu meðfylgjandi bréf til stjórnvalda um að tryggja að fólk með þroskahömlun og geðrænar raskanir njóti réttinda og verndar í réttarkerfinu til jafns við aðra og í samræmi við mannréttindaskuldbindingar.
Lesa meira

Upplýsinga- og umræðufundur um raunkostnað við framkvæmd samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands, Ás styrktarfélag og NPA-miðstöðin héldu í gær, 28. október, upplýsinga- og umræðufund um raunkostnað við framkvæmd NPA samninga. Fundarboð var sent hlutaðeigandi stjórnendum sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólki, alþingismönnum og hlutaðeigandi ráðuneytum og hagsmunasamtökum. Fundinn sóttu 30-40 manns úr stjórnkerfi, frá félagasamtökum og áhugafólk um málefnið.
Lesa meira

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, sbr. bráðabuirgðaákvæði V í lögum um málefni fatlaðs fólks Lögð fram á fundi i verkefnisstjórnar 27. október 2015.
Lesa meira

Ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.

Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsþing sitt og aðalfund 16. og 17. okt. sl. Yfirskrift þings og fundar var Félagasamtök og mannréttindi. Í tengslum við þingið var haldin ráðstefna um hlutverk hagsmunasamtaka og stöðu Landssamtakanna þroskahjálpar þar sem fjallað var um þau mál frá ýmsum hliðum og flutt fróðleg erindi af hálfu fólks sem tengist samtökunum með beinum hætti sem og af fulltrúum félaga sem samtökin starfa með og stjórnvalda sem ábyrgð bera á þjónustu við fatlað fólk og samtökin veita stuðning og aðhald með ýmsum hætti.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar á frumvarpi til laga um almannatryggingar

Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd fyrir að fá tækifæri til að skila umsögn um ofangreint frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við nefndina.
Lesa meira