Áskorun til stjórnvalda um að tryggja það að fötluðu fólki sé kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra.

Náið samráð stjórnvalda við fatlað fólk og virk þátttaka þess

Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar (LÞ) um tillögu til þingsályktunar um sólarhringsmeðferð í öndunarvél á heimili sjúklings. (Þingskjal 31 – 31. mál).

Lesa meira

Efni: Breytingar á byggingarreglugerð

Umsögnin var send til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og afrit af henni var sent velferðarráðherra, innanríkisráðherra og velferðarnefnd til kynningar. Drög að byggingarreglugerð sem umsögnin varðar megi nálgast hér á heimasíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytis: https://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/tillogur-ad-breytingum-a-byggingarreglugerd-til-kynningar
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar (LÞ) um frumvörp til laga varðandi húsnæðismál (almennar íbúðir, húsnæðisbætur, húsaleigu, húsnæðissamvinnufélög)

Skyldur stjórnvalda.[1] Heimilið nýtur sérstakrar friðhelgi og verndar samkvæmt íslensku stjórnarskránni og mannréttindasamningum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Sá sem ekki á heimili fer á mis við þau mannréttindi. Íslenska stjórnarskráin bannar að fólki sé mismunað á grundvelli fötlunar sem og margir alþjóðlegir mannréttindasamningar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Jafnræði og jöfn tækifæri fatlaðs fólks er grunnþáttur og meginmarkmið samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir og ætla að fullgilda og undirbúa nú það með því tryggja að lög, reglur og stjórnsýsluframkvæmd uppfylli kröfur og skilyrði samningsins.
Lesa meira

Vernd fatlaðs fólks í réttarkerfinu bréf sent Innanríkis- og velferðarráðherra

Bréf sent innanríkis-, velferðarráðherra og formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.
Lesa meira

Réttarkerfið, frelsisskerðingar og fólk með þroskahömlun

Að undanförnu hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um mál erlends manns sem er með þroskahömlun samkvæmt því sem þar hefur komið fram. Maðurinn sætir lögreglurannsókn og hefur setið í gæsluvarðhaldi. Þetta mál og fleiri mál sem hafa komið upp á undanförnum vikum og mánuðum hafa vakið ýmsar spurningar varðandi skyldur stjórnvalda til að tryggja að fólk með þroskahömlun og annað fatlað fólk fái réttláta og mannúðlega meðferð í réttarkerfinu og hafi aðgang að því til jafns við aðra.
Lesa meira

Vopnuð átök, vernd flóttamanna og fatlaðs fólks

Landssamtökin Þroskahjálp sendum neðangreint bréf velferðar- og innanríkisráðuneytum, Sambandi ísl. sveitarfélaga og Rauða krossinum á íslandi
Lesa meira

Virðum mannréttindi allra barna - áskorun send stjórnvöldum

Lesa meira

Bókun vegna lokasamkomulags ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma í þjónustu við fatlað fólk

Bókun 11. desember 2015 Ég undirrituð, fulltrúi Landssamtakanna Þroskahjálpar, í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks, lýsi vonbrigðum með að loksamkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk, sem undirritað var í dag, skuli ekki taka til þeirra fötluðu einstaklinga sem nú búa á Landspítala í Kópavogi. Brýnt er að hlutaðeigandi stjórnvöld finni svo skjótt sem verða má lausn á þjónustu- og búsetumálum þeirra í samræmi við þarfir þeirra og réttindi
Lesa meira

Efni: Frumvarp um heimild til framlengingar á einkaleyfi til reksturs talnagetrauna.

Heil og sæl Unnur Brá. Við beinum þessu erindi til þín sem formanns allsherjar og menntamálanefndar. Eins og þú veist er nefndin með til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um happdrætti og talnagetraunir (framlenging starfsleyfa) - Þingskjal 236 — 224. mál. Í 4. gr. frumvarpsins er lagt til að framlengd verði til ársins 2034 heimild ráðherra til að veita Íþróttasambandi Íslands, Ungmennafélagi Íslands og Öryrkjabandalagi Íslands leyfi til þess að starfrækja saman, í nafni félags sem samtök þessi stofna (Íslensk getspá) svonefndar talnagetraunir. Með sömu lögum er sú starfsemi bönnuð öðrum.
Lesa meira