Áskorun til stjórnvalda um að tryggja það að fötluðu fólki sé kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórnmálum og opinberu lífi til jafns við aðra.

Áskorun Geðhjálpar og Þroskahjálpar til stjórnvalda.

Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp sendu meðfylgjandi bréf til stjórnvalda um að tryggja að fólk með þroskahömlun og geðrænar raskanir njóti réttinda og verndar í réttarkerfinu til jafns við aðra og í samræmi við mannréttindaskuldbindingar.
Lesa meira

Upplýsinga- og umræðufundur um raunkostnað við framkvæmd samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).

Landssamtökin Þroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands, Ás styrktarfélag og NPA-miðstöðin héldu í gær, 28. október, upplýsinga- og umræðufund um raunkostnað við framkvæmd NPA samninga. Fundarboð var sent hlutaðeigandi stjórnendum sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólki, alþingismönnum og hlutaðeigandi ráðuneytum og hagsmunasamtökum. Fundinn sóttu 30-40 manns úr stjórnkerfi, frá félagasamtökum og áhugafólk um málefnið.
Lesa meira

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar

Bókun fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar í verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, sbr. bráðabuirgðaákvæði V í lögum um málefni fatlaðs fólks Lögð fram á fundi i verkefnisstjórnar 27. október 2015.
Lesa meira

Ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.

Landssamtökin Þroskahjálp héldu landsþing sitt og aðalfund 16. og 17. okt. sl. Yfirskrift þings og fundar var Félagasamtök og mannréttindi. Í tengslum við þingið var haldin ráðstefna um hlutverk hagsmunasamtaka og stöðu Landssamtakanna þroskahjálpar þar sem fjallað var um þau mál frá ýmsum hliðum og flutt fróðleg erindi af hálfu fólks sem tengist samtökunum með beinum hætti sem og af fulltrúum félaga sem samtökin starfa með og stjórnvalda sem ábyrgð bera á þjónustu við fatlað fólk og samtökin veita stuðning og aðhald með ýmsum hætti.
Lesa meira

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar á frumvarpi til laga um almannatryggingar

Landssamtökin Þroskahjálp þakka velferðarnefnd fyrir að fá tækifæri til að skila umsögn um ofangreint frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við nefndina.
Lesa meira